top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Æðislegir bounty bitar

Ef þið eruð að leita af orkumiklu nesti í ferðalagið, einhverju til að slá á sykurþörfina eða bara fáránlega góðu kókosbragði þá eruð þið að lesa réttu uppskriftina. Ég pældi lengi í hvernig ég ætti að útfæra þessa uppskrift þannig að stykkin myndu endast í ísskáp í nokkrar vikur án þess að skemmast og komst að lokum að því að það væri best að hita öll hráefnin í potti. Þessir bitar eru með alla kostina sem venjulegt bounty hefur án hvíts sykurs og án þess að fórna nokkru í bragðdeildinni.


Hráefni

  • Kókosmjólk 2 dósir kældar

  • Kókosolía 3 msk

  • Vanilludropar ½ tsk

  • Salt 1 tsk

  • Hlynsýróp 3 msk

  • Kókosmjöl 250g

  • Suðusúkkulaði 400-500g

Aðferð

  1. Fleytið rjómanum ofanaf kókosmjólkinni, þetta er miklu auðveldara ef dósirnar eru kældar því þá myndar rjóminn þykkt lag efst sem auðvelt er að ná. Ekki henda restinni af vökvanum, setjið hann heldur í box og inní ísskáp og notið síðar til að ljá einhverjum mat kókosbragð td hægt að setja útí karrýrétti eða Hrísgrjón.

  2. Setjið rjómann í pott ásamt, olíunni, vanilludropunum, saltinu og hlynsýrópinu. Hitið við miðlungs hita og hrærið af og til þar til rjóminn og olían er bráðin. Takið pottinn þá af hitanum og hellið kókosmjölinu saman við og hrærið

  3. setjið í bökunarform eða á bökunarplötu með bökunarpappír undir og inní frysti eða ísskáp. Stærð bitana er matsaðtriði og fer eftir hve þykka þið kjósið að hafa þá

  4. Meðan kókosblandan er að kólna er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði.

  5. Þegar Súkkulaðið er við það að bráðna takið þið kókosblönduna útúr frysti/ísskáp og skerið niður í þá stærð sem þið kjósið. Takið síðan einn bita í einu og veltið uppúr súkkulaðinu, ég mæli með að nota tvo gaffla við þessa framkvæmd

  6. Leggjið bitana síðan á bökunarpappír og leyfið súkkulaðinu að hara þar, ef það er nógu kalt úti eða þið komið þessu fyrir í ísskáp/frysti er það líka sniðugt og flýtir fyrir.

  7. Geymið í boxi inní ísskáp



Comments


bottom of page