Baldur Sverrisson
Öðruvísi grænt pestó án hvítlauks
Þessi uppskrift varð til óvart. Ég var sendur útí búð að kaupa pestó sem innihéldi hvorki lauk né hvítlauk. Það þarf líklega ekki að segja flestum að það er nánast ómögulegt, enda er hvìtlaukur í flest öllum pestóum. Ég fann ekkert hvítlaukslaust pestó í þeim búðum sem ég fór í og lenti þar að auki á spjalli í búðinni. Það var því farið að styttast all verulega í kvöldmat og pestóið var stór hluti af máltíðinni. Ég dreif mig því og greip basilikuna og steinseljuna sem ég hef verið að rækta og henti í blandarann ásamt einhverjum hnetum sem mér leist vel á ásamt parmesanosti. Pestóið hlaut einróma góða dóma, því var ekkert annað að gera en að birta uppskriftina hér.
Hráefni
Basilika 25g
Steinselja 5g
Kasjúhnetur 20g
Sesamfræ 20g
Sólblómafræ 5g
Ólífuolía 150g
Parmesan 80-100g
Aðferð
Rífið parmesanostin og blandið öllu saman í blandara
Smakkið til með parmesan, olíu og pipar
