Ég er oft beðinn um að gera ísinn minn enda hefur mér eftir mjög margar tilraunir tekist að ná honum mjúkum og góðum. Hann er að mínu mati betri en allur sá ís sem ég get keypt út í búð. Þessi uppskrift virkar að sjálfsögðu ein og sér en það má blanda alskonar nammi eða öðru sem ykkur dettur í hug út í annað hvort niðurskornu eða bræddu og þá lauslega blandað saman við. Uppáhaldið mitt er að nota niðurskorið dumle snacks og bræddar dumle karamellur. Ég kýs líka alltaf að nota laktósafrían rjóma í ísinn og mæli með að þið gerið slíkt hið sama svo fleiri getið notið hans án þess að sjá eftir því. Prófið einnig Hlynsýropsís
Hráefni
Rjómi ¼ l
Eggjarauður 3 stk
Púðursykur ½ bolli
Eggjahvítur 2 stk
Aðferð
1. Þeytið rjómann og látið hann svo stífna í ísskáp
2. Þeytið saman púðursykur og eggjarauður þar til blandan verður ljós
3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða loftmiklar
4. Blandið saman sykur- eggjablöndunni og rjómanum, passið að hræra ekki of harkalega til að loftið fari ekki úr. Gott er að nota sleikju.
5. Setjið smá af blöndunni út í eggjahvíturnar og blandið vel saman þar til allir kekkir eru farnir og blandið síðan saman við restina af blöndunni
6. Setjið nammi eða annað sem ykkur dettur í hug út í
7. Setjið í frysti í lágmark 4 klst, ísinn endist þó í nokkrar vikur ef ekki mánuði
Comments