top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Alvöru brauðréttur!

Updated: Apr 9, 2020

Þessi brauðréttur er eitthvað það albesta sem ég fæ. Mamma hefur gert hann í kringum jólin frá því að ég ég man eftir mér og ég hef elskað hann lengur en það. Hún hefur oft stungið uppá því að auðvelda sér lífið með að gera þetta einfaldlega eins og flesta brauðrétti, í eldföstu móti, en ég hef alltaf verið ótrúlega leiðinlegur og bannað henni það. Ég reyni nú samt að hjálpa henni sem mest þannig ég er ekki versti sonurinn. Það munar mjög miklu að gera þennan rétt í heilu brauði uppá bragð, áferð og útlit og svo má að sjálfsögðu gera réttin á hinn mátan úr innvolsinu úr brauðinu. Svo mæli ég þar að auki með að nota súrdeigsbrauð, hvort sem það er heimagert eða keypt. Ekki vera hrædd við gráðaostinn þó þið fílið hann ekki, hann er ekki ekki þarna til að taka yfir bragðið heldur ýta undir það.


Hráefni

 • Byoneskinka 400g

 • Brokkólí 1/2 haus

 • Sveppir 250g

 • Hvítlaukur 1 geiri

 • Rjómi 3 dl

 • Gráðaostur 1/5 ostur

 • Rjómaostur 100g

 • Sósujafnari

 • Brauð t.d. súrdeigsbrauð

Aðferð

 1. Ef þið eruð með heila skinku byrjið þið á að sjóða hana

 2. Næst skerið þið Brokkólíð og hitið í potti að suðu og takið síðan af hitanum

 3. Skerið sveppina og steikið ásamt hvítlauk í smjöri

 4. Því næst skerið þið skinkuna niður og bætið útí ásamt brokkólíinu

 5. Þar í kjölfarið setjið þið rjómann, rjómaostinn og gráðaostinn

 6. Smakkið til með salt og pipar og þykkið með sósujafnara þar til að þetta er ekki alveg fljótandi lengur

 7. Skerið lok ofan af brauði og takið innan úr því og setjið fyllinguna í staðinn og lokið ofaná. Vefjið brauðið í álpappír og hitið brauðið síðan í ofninum í 10-20 mínútur. Þið getið síðan gert brauðrét í eldföstu móti með restina af fyllingunni ásamt fyllingunni úr brauðinu.Commentaires


bottom of page