top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Bragðmikið og Einfalt Hvítlauksbrauð

Updated: Mar 4, 2021

Ég elska hvítlauksbrauð og það eru allar líkur á að þú gerir það líka. Þetta hvítlauksbrauð er fullt af hvítlauksbragði. Brauðið hefur alla bestu eiginleika frosins hvítlauksbrauðs en er bara miklu betra.


Hráefni

  • Smjör 100g

  • Hvítlaukur 4 rif

  • Ólífuolía 1 msk

  • Paprika 1 tsk

  • Steinselja 1 tsk

  • Salt 1 tsk

  • Pipar 1/2 tsk

  • Hvítlauksostur 1/3 af osti

  • Snittubrauð 3 stk

Aðferð

  1. Mýkjið smjörið og kremjið hvítlaukinn, rífið ostinn og bætið útí ásamt restinni af hráefnunum og blandið vel saman.

  2. Skerið sneiðar í snittubrauðið sem ná nánast alla leið niður

  3. Notið teskeið og skiptið smjörinu jaftn á milli sneiðanna, ég mæli ekki með að smyrja vandlega á sneiðina heldur leyfið því að bráðna í inní sneiðina í ofninum

  4. Setjið í 200°c heitan ofn með blæstri í 10 mínútur þar til að brauðið verður vel brúnað



Comments


bottom of page