top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Brauðstangir De Luxe

Updated: Aug 2

Ég elska brauðstangir, en hef alltaf strögglað við að gera virkilega góðar heima og panta þær því oftast. Ég geri þó reglulega tilraunir, eiginlega oftast þegar ég geri pizzu. Þessi uppskrift er niðurstaða þrotlausra tilrauna og endalausra mistaka. Uppskriftin hefur verið prófuð á ótal mörgum varnarlausum tilraunadýrum en mér til varnar hafa dómar verið einróma góðir. Það má segja að þetta sé nokkurskonar brot af því besta því þessi uppskrift tekur allt það besta við brauðstangir og allt það besta við hvítlauksbrauð og blandar því saman.


Hráefni

  • Smjör 30g

  • Ólífuolía 1 msk

  • Túrmerik 1 tsk

  • Hvítlauksgeirar 2 stk

  • Chilli ½ pipar

  • Salt og pipar

  • Ostur og mexíkóostur eftir smekk

Aðferð

  1. Mýkjið smjörið í örbylgjuofni, passið þó að það bráðni ekki

  2. Blandið restinni af hráefnunum, fyrir utan ostinn, saman við

  3. Smyrjið á ca 12" pizzabotn og setjið ost yfir og bakið þar til botninn er til



Komentáře


bottom of page