top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Cocoa Puffs ís (2 aðferðir)

Updated: Dec 6, 2023

Ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt með síðasta cocoa puffs skamtinn ykkar eða þið eruð með leynilega aðferð til að fá fixið ykkar eða jafnvel ef þið eruð í framtíðinni og cocoa puffs er mætt aftur á markað þá er þessi uppskrift það sem þið eruð að leita að. Aðferðin virkar fyrir allar tegundir af morgunkorni t.d. honey nut cherioos eða coco pops.

Ég er að kynna tvær aðferðir því að sú sem ég notaði virkar einungis fyrir þann fámenna hóp sem á ísvél og ég vil að allir geti notið þessarar uppskriftar.

Hráefni

 • Nýmjólk 2 bollar

 • Rjómi 2 bollar skipt í tvennt

 • Cocoa Puffs 100g

 • Sykur og/ eða púðursykur (eftir smekk) 3/4 bolli

 • Eggjarauður 6 stk

 • Salt 1 tsk

Aðferð

 1. Blandið saman í skál mjólkinni, helmingnum af rjómanum og cocoapuffsinu og látið standa í lágmark 2 klst, helst yfir nótt.

 2. Sigtið cocoa puffsið frá og setjið mjólkurblönduna í pott ásam sykri og hitið þar til sykurinn hefur leystst upp og síðan að suðu.

 3. Setjið eggjarauðurnar í skál og þeytið saman.

 4. Notið ausu til að taka hluta af heitri mjólkurblöndunni og setja örlítið í einu útí eggjarauðurnar og þeytið á meðan (Notið samtals ca 2 ausur af blöndunni). Setjið blönduna síðan í pottinn og hitið áfram þar til blandan hefur þykknað.

 5. Setjið í skál með restinni af rjómanum og salti og leyfið að kólna.

Ísgerðin

 1. Aðferð 1: farið eftir leiðbeiningum á ísvélinni ykkar

 2. Aðferð 2: Takið stóra skál og fyllið hana af klökum og salti, mjög mikið af salti. Setjið síðan aðra skál þar ofaní og ísblönduna í hana, notið písk eða rafmagnsþeytara til að þeyta ísinn meðan hann kólnar.

Hvora aðferðina sem þið notið verður ísinn eins og vélarís þegar hann kemur úr skálinni. það má njóta hans þannig eða leyfa honum að verða eins og mjúkís í frysti
Comments


bottom of page