top of page

Dásamleg bleikja í útileguna

Updated: Dec 6, 2023

Þessi bleikja er ótrúlega bragðmikil og það eru fá hráefni sem þarf í hana, sem er hentugt fyrir útilegu. Við grilluðum hana sama dag og við komum þar sem hún var fersk. Það tekur stuttan tíma að elda fisk og því er mjög hentugt að smella þessu á grillið með kartöflum (gott að nota forsoðnar fyrir styttri eldunartíma). Ég er ekki að borða hvítlauk og lauk í bili svo ég grillaði tómat og papriku með, tómaturinn er svo safaríkur að ég gat notað hann sem sósu en hinir fengu sér hvítlauks jógúrtsósu sem að passar einnig vel með. Auðvitað hentar þessi uppskrift líka fyrir t.d. lax.


Hráefni (2 meðalstór flök sem dugar fyrir ca 4)


2 stk sítrónur

4 stilkar ferskt timian

hálf lúka fersk basilika

hálf lúka fersk steinselja

Salt og pipar

Aspas stilkar ef vill

Bleikjuflök

Álpappír


Aðferð


  1. Skerið sítrónurnar í sneiðar

  2. Leggið annað flakið á álpappírinn þannig að roðið snúi niður. Stráið yfir salti og pipar eftir smekk. Raðið sítrónusneiðunum frá annari sítrónunni ofan á ásamt helmingnum af kryddjurtunum. Gott getur verið að kreista sítrónuna aðeins yfir. Gerið það sama við hitt flakið.

  3. Vefjið álpappírnum vel utan um. Setjið annað lag af álpappír yfir þar sem hinn mætist svo hægt sé að snúa bleikjunni á grillinu án þess að safinn leki út.

  4. Grillið í u.þ.b 10-15 mínútur á heitu og munið að betra er að hafa hana styttra en lengur. Hún bakast aðeins áfram eftir að hún kemur af grillinu.


Comentarios


bottom of page