top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Einföld vegan samloka

Updated: Mar 5, 2020

Þessi samloka er einföld og bragðgóð, góð hugmynd í nesti eða kvöldmat. Sósan er reyndar frekar ógirnileg á litinn, en ef þið getið horft framhjá því er hún mjög bragðgóð. Mesti tíminn við að gera þessa samloku fer í að láta eggaldinið standa en fyrir utan það er hún til á nóinu.


Hráefni

  • Eggaldin 12 sneiðar

  • Hveiti eftir þörfum

  • Olía 2 dl

Sósan

  • Basilika 12 g

  • Sólþurrkaðir tómatar 20 g

  • Olía af tómötunum 1 msk

  • Ólívuolía 4 msk

  • Kasjúhnetur 5 g

  • Sesamfræ 3 g

  • Furuhnetur 4 g

  • Salt 1 tsk

  • Paprikukrydd 1/2 tsk

  • Döðlur 10 g

  • Rauðlaukur 1/4

  • Kirsuberjatómatar 4 stk

  • Hvítlaukur 2 geirar

  • Brauð að eigin vali

Aðferð

  1. Skerið eggaldinið í frekar þunnar sneiðar, dreifið salti yfir aðra hliðina og látið standa í 15 mínútur og þurrkið síðan af svitan sem myndast. Endurtakið síðan með hina hliðina.

  2. Hitið 2 dl af olíu á pönnu. Dreifið vel af hveiti á báðar hliðar á eggaldininu. Setjið á pönnuna í tveim skömmtum og steikið í 30 sekúndur á hvorri hlið. Látið jafna sig á eldhúspappír

  3. Takið restina af hráefnunum (fyrir utan brauðið) og setjið í blandara og smakkið til með salt og pipar

  4. Raðið á samlokuna, notið vel af sósunni og 3 sneiðar af steiktu eggaldini. Ég mæli með að setja kál og annað grænmeti með.



Yorumlar


bottom of page