- Elísabet Jónsdóttir
Safaríkur sítrónu kjúklingur
Updated: Jul 21, 2019
Amma mín er ótrúlega góð í eldhúsinu, það er fátt notalegra að koma í heimsókn og dúllast í eldhúsinu með henni og læra ný trix. Þessi kjúklingur er byggður á uppskrift sem ég fékk að gera með henni fyrir mörgum árum. Hann er safaríkur, einfaldur í gerð og virkilega góður þó ég segi sjálf frá. Ég elska bakað grænmeti og það er svo þæginlegt að henda afgangs grænmeti með í pottinn, brokkolí, paprika og annað á vel heima í þessari uppskrift. Það gefur enn betra bragð. Við gerðum kartöflur í ofni með og piparosta sveppasósu með en sætar kartöflur ættu vel með einnig.
Hráefni
Sítróna 1 stk
Hvítlaukur 1 ½ stk
Ferskt rósmarín 4 greinar
Timían 2 tsk
Kjúklingur 1 heill
Smjör 70 g
Bezt á kjúklinginn 1 tsk
Salt ½ tsk
Pipar ½ tsk
Rauðlaukur 2 stk
Gulætur 4 stórar
Annað grænmeti að vild
Aðferð
Stillið ofninn eftir því hvort hægelda eigi kjúklinginn (90°) eða elda hraðar (200°) og stillið á blástur eða undir yfirhita.
Byrjið á því að sneiða sítrónuna niður í þykkar sneiðar, ásamt 1 hvítlauk og grænmetinu
Setjið hálfa sítrónu, eina grein af rósamarín og eina af timjan inní kjúklinginn
kryddið kjúklinginn með salti, pipar og kjúklingakryddi
Bræðið smjörið og kreistið 2 hvítlauksgeira útí og hellið yfir kjúklinginn, setjið restina af hvítlauknum í pottinn
Setjið grænmetið úr skrefi 1 í pottinn ásamt restinni af rósamaríni og timjan og dreifið í kringum kjúklinginn og ofan á (sítrónusneiðar og kryddjurtir ofan á)
Lokið pottinum og setjið inní ofn. Sé hitastigið 200° á ofninum er gott að miða við 45 mínútur en ef það á að hægelda hann er gott að miða við 4 klukkustundir. Við byrjuðum á því að hægelda hann en hækkuðum svo hitann eftir 2 klst sem flýtti fyrir. Það er gott að nota kjöthitamæli til að ganga úr skugga um að kjúklingurinn sé eldaður, þá er honum stungið inn að lærbeini og kjúklingurinn eldaður þar til hann hefur náð 75°c.
Gott trix er að kveikja á grillinu í ofninum á meðan kjúklingurinn er að klára að klifra síðustu gráðurnar og ná þannig stökku skinni
