top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Fljótlegt hvítlauksrækju spagettí

Updated: Dec 6, 2023

Þessi réttur er þægilegur kvöldmatur fyrir þau kvöld sem maður nennir ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum. Hráefnin eru fá en samt er mikið og gott bragð af réttinum. Uppskriftin er fyrir um það bil 5 manns.


Hráefni

1 laukur

3 hvítlaukar (litlir, heilir sem eru ekki með rifum annars 6-7 hvítlauksrif ca)

1 msk smjör

400 gr íslenskar rækjur

400 gr risa rækjur (ósoðnar)

2 tsk basilika

1 tsk oregano (má sleppa)

Spagettí (ég nota gróft spelt spagettí eða glúteinlaust pasta)


Aðferð

  1. Byrjið á því að sjóða vatn í potti sem spagettíið fer útí

  2. Hitið pönnu með smjöri og olíu og skerið laukinn á meðan

  3. Steikið laukinn í 2 mín og kremjið því næst hvítlaukinn útá. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur setjið kryddin útá og risa rækjurnar. Passið að rækjurnar séu afþýddar og verið búin að hella vökvanum af. Saltið og piprið eftir smekk.

  4. Þegar risarækjurnar eru nánast steiktar bætið litlu rækjunum útí.

  5. Blandið að lokum öllu saman við spagettíið og njótið með ólívuolíu.








Comments


bottom of page