top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Einfalt kjúklingatacos

Updated: Apr 30, 2020

Síðan við byrjuðum að búa ein höfum við mikið verið að enduruppgötva matinn sem var vanalega í matinn heima hjá okkur. Við höfum þá tekið margar uppskriftir og breytt þeim til að prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er til dæmis tvist á uppskrift sem mamma gerir oft og er í miklu uppáhaldi hjá systur minni.


Hráefni


Fyrir 2-3


 • Kjúklingabringur 2 stk (má líka nota lundir)

 • Bezt á kjúklinginn 1 msk

 • Laukur 1 stk

 • Paprika 1/2 stk

 • Sveppir ca 5-7 stk

 • Spínat 1 kúptur hnefi

 • Tortilla kökur 4 stk

 • Ostur eftir smekk


Aðferð

 1. Skerið kjúklingin í munnbita og steikið uppúr olíu á pönnu þar til þeir eru orðnir steiktir á öllum hliðum.

 2. Skerið niður allt grænmetið nema spínat og bætið útí ásamt kryddi (mæli líka með að bæta við smjöri í þessu skrefi)

 3. Þegar kjúklingurinn er steikur í gegn og grænmetið orðið heitt bætið þið spínatinu saman við.

 4. Skiptið fyllingunni síðan í 4 hluta og setjið hvern hluta á miðja tortilla köku. Brjótið síðan kökuna saman með því að brjóta hverja "hlið" í átt að fyllingunni. Þá ætti kakan að vera lokuð þegar búið er að brjóta allar "hliðar". Snúið henni þá við og leggjið í eldfast mót

 5. Setjið ost ofaná og setjið inní ofn á 200°C í 10 mínútur. Ég mæli með að setja á grillstillingu síðustu tvær mínúturnar til að gera bæði ostinn og kökurnar stökkari

 6. Berið fram með salssósu, sýrðum rjóma og guacamole.Comments


bottom of page