Súrdeigsbrauð er frábært en það er svooo flókið. Þess vegna er gott að stytta sér stundum leiðir og finna fljótlegri og einfaldari lausn. Svona svindlbrauð er vissulega ekki eins gott og það sem hefur verið lögð margra klukkustunda vinna í en þetta er samt vissulega gott brauð sem slær öllu búðarkeyptu brauði við. Þetta er mjög gott fyrir þá sem vilja nota súrdeig og hafa ekki tíma eða einfaldlega nenna ekki allri vinnunni sem í því felst. Aðferðin sem ég nota hér er frá bakaranum Jim Lahey frá New York sem hann kynnir í þessu myndbandi https://www.youtube.com/watch?v=drCg9IQSGRo Ég þurfti þó að finna hlutföllin sjálfur því þau koma ekki öll fram í myndbandinu.
Hráefni
Lifandi súr 100g
Vatn 230g
Salt 5g
Hveitiblanda 500g (mæli með að blanda grófu mjöli og hveiti)
Aðferð
Sjá myndband
Comments