top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Ekta Chimichurri frá Ekvador

Updated: Dec 6, 2023

Þessi Chimichurri uppskrift kemur frá fjölskyldu í Ekvador og er því ekkert feik. Sósan endist í þónokkra daga ef hún er í loftþéttu íláti.


Hráefni ca

 • Fersk basilika 12 g

 • Fersk steinselja 12 g

 • Þurrkað óreganó 1 msk

 • Kúmen 1 tsk

 • Cayanepipar 1 tsk

 • Salt 1 tsk

 • Pipar 1/2 tsk

 • Vatn 100 g

 • Hvítvíns eða eplasídersedik 100 g

 • Olía 150 g

 • Hvítlaukur 2 rif

Aðferð

 1. Skerið kryddjurtirnar smátt og setjið í skál ásamt kryddunum

 2. Vætið í blöndunni með vatni og ediki, hrærið saman og látið standa í ca 30 mínútur

 3. Kremjið hvítlauksrifin og bætið við

 4. Bætið olíunni útí og látið blönduna standa í minnst sólarhring

 5. Hrærið vel saman áður en þið notið sósuna/meineringuna

Comments


bottom of page