top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Fimmtudagsnúðlur

Updated: Oct 9, 2019

Stundum vantar manni bara eitthvað auðvelt í matinn. Það þýðir þó ekki að það þurfi að bitna á gæðum matarins. Þessi uppskrift er eitthvað sem er mjög einfalt að henda í og það er hægt að nota allskyns afganga úr ísskápnum. Ég mæli með að nota nóg af grænmeti og vel af hversskyns osti sem ykkur þykir góður til að ná fram rjómalöguðu bragði. Þetta er því uppskrift sem gaman er að leika sér með en auðvitað er sú sem ég skrifa hér líka góð eins og hún er.


Hráefni

 • Kjúklingur (bringur eða lundir) 300 g

 • Túrmerik 1 tsk

 • Cayanepipar 1 tsk

 • Hrísgrjónanúðlur 200 g

 • Hoisin sósa 2 msk

 • Teryaki sósa 2 stk

 • Sesamfræ 2 msk

Grænmeti og annað úr ísskápnum eftir smekk t.d.

 • Brokkólí

 • Paprika

 • Afgangs hrísgrjón

 • Gulrætur

 • Laukur

 • Piparostur frá Örnu

 • Rjómaostur frá Oatly

Aðferð

 1. Skerið kjúklinginn niður og steikið uppúr túrmerik og cayane pipar

 2. Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónanúðlurnar og látið standa

 3. Bætið restinni af hráefnunum saman við kjúklinginn, nema ostinum, og haldið áfram að steikja

 4. Þegar grænmetið er farið að mýkjast raspið þið piparostinn útí ásamt rjómaostinum og hálfum desilítra af vatninu sem núðlurnar liggja í

 5. Að lokum bætið þið núðlunum á pönnuna og hrærið saman viðbottom of page