top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Fiskisúpa a’la Baldur

Updated: Jul 21, 2019

Góð fiskisúpa er náttúrulega eitt það besta sem til er og fellur þessi uppskrift í þann flokk þó ég segi sjálfur frá.Eftir að hafa lesið fjöldann allan af mismunandi uppskriftum og gert fjölmargar tilraunir er þetta afraksturinn.

Súpur Er gott að gera í stórum skömmtum þar sem þær verða oft bragðbetri og kraftmeiri með tímanum.

Hráefni

  • Gulrætur 4

  • Hvítlaukur 2 geirar

  • Engifer rifið 2 tsk

  • Rauðlaukur ½

  • Púrrulaukur ½

  • Paprika ½

  • Sólþurrkaðir tómatar 6 stk

  • Kókosmjólk köld 2 dósir

  • Tómatpúrra 1 lítil dós

  • Niðursoðnir tómatar 1 dós

  • Vatn 800 ml

  • Grænmetiskraftur 1 teningur

  • Chilli ½

  • Paprikukrydd eftir smekk

  • Fiskur eftir smekk (t.d. Þorskur, bleikja og rækjur)

Aðferð

1. Engifer, hvítlaukur, rauðlaukur og gulrætur mýkt í olíu

2. Restinni af grænmetinu er síðan bætt útí og steikt í nokkrar mínútur

3. Annarri dósinni af kókosmjólk er bætt útí, en aðeins rjóminn er tekinn af hinni dósinni og honum bætt útí ( dósinn þarf að vera köld til að það sé hægt)

4. Næst er öllu bætt útí nema fisknum, betra er að hafa chillíið heilt og þá taka það upp úr ef geyma á súpuna lengi svo hún verði ekki of sterk, nema það sé ætlunarverkið

5. Súpan er svo látin sjóða, því lengur því betra, en að lágmarki 5 mínútur ef tíminn er knappur

6. Að lokum er fiskinum bætt út í og suðan látin koma upp. Suðutími fer svo eftir stærð bita en ágætt er að miða við 4-5 mínútur eftir að suðan kemur upp. Athugið að fiskurinn heldur áfram að eldast í pottinum eftir að súpan er tekin af eldavélinni.



Comments


bottom of page