top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Frábær bolognese sósa

Updated: Dec 6, 2023

Ég ætla ekki að reyna að eigna mér heiðurinn af þessari sósu. Hún kemur frá ömmu dóru og hefur verið gerð í mörg ár á flestum heimilum barna og barnabarna. Líkt og með flest þá breytir maður uppskriftinni alltaf aðeins og má sem dæmi nefna að í upprunalegu uppskriftinni er mysa en þar sem hún er aldrei til á minu heimili hefur henni verið sleppt í okkar útgáfu. Sósan er dásamleg, ég elska að hafa grænmetið í henni sem gefur smá bit en ég reyni þó að saxa bæði sveppina og gulræturnar smátt. Ég hef stundum meira að segja raspað gulræturnar sem er sniðugt þegar er verið að elda fyrir börn.


Hráefni

 • 2 msk ólífuolía

 • 1 laukur

 • 2 hvítlauksrif

 • 2 gulrætur

 • ca 10 meðalstórir sveppir

 • 250g nautahakk

 • 4 msk tómatpúrra

 • 1 dós niðursoðnir tómatar

 • 1 tsk kjötkraftur

 • 2 tsk púðursykur

 • 2 tsk oreganó

Aðferð

 1. hitið olíuna á pönnu og sneiðið sveppi og lauk, rífið gulræturnar og merjið hvítlaukinn og setjið útí. Steikið í 7 mínútur og hrærið stöku seinnum

 2. Bætið hakkinu saman við og hrærið reglulega meðan þið steikið í 5 mínútur

 3. Bætið restinni af hráefnunum útí og leyfið þessu að malla í að lágmarki 45 mínútur en því lengur sem sósan mallar því betri verður húnコメント


bottom of page