Ég er alger sökker fyrir súkkulaðikökum, en þær verða að vera góðar. Ég vil frekar enga súkkulaðiköku en köku sem er bara allt í lagi, þannig ég eyði miklum tíma í undirbúning við að lesa uppskriftir áður en ég ákveð að gera köku. Eins og fyrir afmælið mitt um daginn þá ákvað ég að ég myndi búa til mína eigin uppskrift með öllu því sem mér finnst gott og ég ákvað það líka að kakan skyldi vera glútenlaus. Ég gerði gestina mína að tilraunadýrum og ákvað að segja þeim ekki að kakan væri glútenlaus og viti menn enginn var neinu nær. Kakan var, þó ég segi sjálfur frá, dásamleg og ein af þeim uppskriftum sem ég er allra stoltastur af. Smjörkremið er bara sú tegund sem mér hefur alltaf þótt best. Það er eflaust hægt að sleppa kremi á botninum og skreyta með berjum eða öðru í staðinn en að mínu áliti er engin súkkulaðikaka alvöru súkkulaðikaka án krems. Ég læt því fylgja uppskriftina af smjörkreminu með.
Hráefni
Botninn
Sterkt kaffi ⅓ bolli
70% súkkulaði 50g
Egg 3 stykki
Púðursykur 1 ¼ bolli
Vanilludropar 1tsk
Brætt smjör ¼ bolli
Grísk jógúrt ½ bolli
Salt 1 tsk
Möndlumjöl 200g
Kókoshveiti 65g
Kakó 60g
Lyftiduft (glútenlaust) 2 tsk
Matarsódi 1 tsk
Krem
Smjör við stofuhita 400g
Kakó 3 msk
Flórsykur 5 bollar
Mjólk ¼ bolli
vanilludropar 1 1/2 tsk
Aðferð
Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitu kaffinu yfir og látið standa þar til súkkulaðið bráðnar
Þeytið saman eggin og púðursykurinn þar til blandan verður létt og ljós
Hrærið saman þurrefnin í skál
Blandið saman öllum hráefnum vandlega með sleif
Skiptið kökunum jafn í 2 20-25cm form og setjið inní ofn við 180°c og á blástur í 40-50 mínútur
Kremið
Á meðan kakan kólnar má græja kremið. Byrjið á því að hræra á smjörið
Setjið síðan afgangin af hráefnunum útí og hrærið þar til kremið verður létt
Smyrjið kreminu yfir annnan borninn þegar hann hefur kólnað og bætið hinum ofaná. Ljúkið kökunni með að klæða hana með smjörkremi.
Commentaires