Það er spurning hvort að þetta meira uppskrift eða einfaldlega hugmynd.
Ég hef gert þetta í nokkur ár og þar sem að þetta er afskurður og afgangar hef ég ákveðið að kalla þetta fríu máltíðina. Það er náttúrulega hægt að bæta útí núðlum og þá er þetta næstum frítt.
Hráefni
Afgangar af grænmeti, afskurður t.d. flus af lauk, og endar gulrótum
Bein, t.d. bein úr lambalæri eða bein úr kjúkling eftir að þau hafa verið elduð. Ég hef líka oft úrbeinað kjúkling og notað beinin.
Aðferð
Safnið saman afskurði og beinum í poka í frysti. Ég enda oft með mikið flus af lauk og utanaf hvítlauk ásamt endum á gulrótum. Það má líka setja með ef þið skerið of mikið grænmeti fyrir einhverja máltíð.
Þega þið eruð komin með nóg til að fylla frekar stóran pott setjið þið hráefnin í pott og fyllið pottinn næstum alveg af vatni. Það getur líka verið gott að bæta við pipar eða kryddjurtum ef þið eigið þær til
Sjóðið í að lágmarki 2 klst ég sýð þetta oftast í kringum 24 klst.
Bætið útí salti, eftir smekk en samt alls ekki og litlu salti.
Hægt er að sjóða þetta sem súpu og þá t.d. bæta núðlum útí, gera risotto eða sósu. Ég hef síðan oft búið til klaka úr þessu og bætt útí þegar ég er að elda.
Comments