top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Geggjað kínóasalat

Updated: Dec 6, 2023

Ég elska kínóa. Það er sagt vera hið fullkomna prótein með öllum amínósýrunum sem við þurfum, það er glúteinfrítt og hægt að leika sér endalaust með það. Mjög sniðugt fyrir kjötlausan mánudag :). Þetta salat finnst mér gott að grípa með í nesti og borða kalt en auðvitað er það gott einnig heitt eða sem meðlæti. Systir mín skellti því útí grænmetissúpuna sína daginn eftir og sagði það tæra snilld, gefur góða fyllingu.


Hráefni


1 tsk paprikukrydd

1 tsk túrmerik

1 tsk karrý

1/4 tsk chilli (eða ferskt)

1/4 tsk cumin

1 dl kínóa

1/2 paprika

1 gulrót

Brokkolí eftir smekk

1/2 laukur (má sleppa)

1 msk Sýrður hafrarjómi eða grísk jógúrt

Fetaostur eftir smekk


Aðferð

  1. Skolið kínóað og sjóðið síðan eftir leiðbeiningum á pakkningunni með dass af salti

  2. Skerið grænmetið smátt niður

  3. Hitið pönnu á meðalhita með smá olíu og bætið kryddunum við þegar hún er orðin heit

  4. Þegar kryddin byrja að ilma (tekur nokkrar mínútur) bætið lauknum við og steikið þar til hann verður glær

  5. Bætið því næst brokkolíinu og gulrótinni á pönnuna og hrærið

  6. Þegar grænmetið er byrjað að hitna í gegn setjið paprikuna á pönnuna með

  7. Þegar allt grænmetið er orðið steikt hellið þið soðna kínóanu útá pönnuna og blandið öllu vel saman

  8. Rétturinn er góður heitur og kaldur og því tilvalinn í nesti. Setjið fetaost og sýrðan rjóma eftir smekk með.




bottom of page