Grískar pítur eru ekki pítur eins og við þekkjum þær, heldur eru þær flatbrauð.
Kannski má segja að þær séu pínu eins og þykkar tortillur en þó að mínu mati mun
betri. Svo skemmir það ekki fyrir að þessar pítur eru gerðar úr súrdegi. Ég nota þær
vanalega með gyros, en það má þó borða þær með því sem hverjum og einum finnst
best. Ég mæli frekar með að græja þetta um helgi heldur enn á virkum degi,
allavegana ef fólk er í 8-16 vinnu. Þetta tekur sinn tíma eins og annað súrdeig. Þessi
uppskrift er upphaflega af annari síðu en þar sem hún virkar ekki lengur er óþarfi að
setja link á hana.
Hráefni
Súrdeigsgrunnur ½ bolli
Salt ½ tsk
Heilhveiti 2 bollar
Olía 1 matskeið
Vatn ¾ bolli
Aðferð
1. Gefið súrnum að borða 8 klst áður en á að nota hann
2. Blandið hráefnunum saman og hnoðið vel saman í hrærivél og klárið að
hnoða á borði
3. Látið deigið hefast í 2-4 klst eftir hvaða tíma þið hafið
4. Skiptið deiginu niður í 10 hluta og fletjið út í í þykkt sem samsvarar ca 2 tortilla
kökum
5. Þurrsteikið á pönnu við miðlungshita, þar til deigið fer að mynda loftbólur og snúið þá við.
Comments