- Elísabet Jónsdóttir
Gullnu hrísgrjónin
Updated: Jun 30, 2019
Þessi uppskrift er eins einföld og hún gerist. Við eigum oft afgangshrísgrjón og í tilraun til þess að gera eitthvað annað en að henda þeim í örbylgjuofninn til upphitunar datt pabba þetta í hug. Þetta tekur í raun ekkert nema þolinmæði þar sem okkur finnst best að hafa hrísgrjónin stökk og það tekur smá tíma að ná því. Uppskriftin miðast við meðlæti fyrir 1 en auðvelt er að stækka hana.
Hráefni
1/2 kjúklingateningur
8 gr smjör
dass af olíu
2 kúfaðir dL soðin hrísgrjón
Aðferð
Byrjið á því að setja olíu og smjör á pönnu og hitið upp á meðalháum hita
Bætið teningnum útí og leysið upp
Setjið hrísgrjónin út á pönnuna og hrærið saman við kryddblönduna
látið hrísgrjónin vera kyrr á pönnunni og snúið á nokkurra mínútna fresti þar til þau eru orðin eins stökk og þið viljið hafa þau
