top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hlynsýrópsís

Þetta er hollari útgáfa af þeim ís sem ég er vanur að gera. Það er þó ekki bara minni sykurneysla sem gerir þessa uppskrift merkilega það er bragðið sem kemur úr sýrópinu sem gerir það að verkum að þessi ís stendur mjög vel einn og sér, enda er ég ekki vanur að setja nein auka bragðefni eða nokkuð annað útí hann.


Hráefni

  • Rjómi ¼ L

  • Eggjarauður 3 stk

  • Hlynsýrop 0,4 bolli

  • Salt ½ tsk  

  • Eggjahvítur 2 stk


Aðferð

1. Þeytið rjóma og látið stífna inní ísskáp

2. Þeytið saman eggjarauður og sýrópi ásamt salti

3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru loftmiklar

4. Blandið saman rjóma og sýrópsblöndunni. Passið þó að hræra ekki of harkalega til að loftið fari ekki úr.

5. Setjið hluta af blöndunni útí eggjahvíturnar og hrærið þar til allir kekkir eru horfnir og blandið síðan restinni saman við

6. Setjið í ísskáp í lágmark 4 klst. Ísinn geymist í nokkra daga.Comments


bottom of page