top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hollar og einfaldar glútenlausar orkukúlur

Updated: Dec 6, 2023

. Ég verð að viðurkenna að ég þorði ekki að smakka þessar kúlur fyrst, ekki fyrr en 5 aðrar manneskjur höfðu dæmt þær góðar. ég hafði áhyggjur af því að þetta yrði þurrt og myndi öskra á sykur en niðurstaðan er allt önnur og verð ég að segja að nammigrísinn ég get alveg borðað þetta sem svindl í kaffinu

Hráefni

 • Döðlur ½ bolli

 • Vatn 1/4 bolli

 • 70% súkkulaði 100g

 • Kókoshveiti 1/3 bolli

 • Möndlumjöl 2/3 bolli

 • Kókosflögur 1/3 bolli

 • Salt klípa

 • Smjör 50 g

 • Vanilludropar 1 tappi

Aðferð

 1. Sjóðið vatnið og setjið í skál með döðlunum og látið standa í 5 mínútur

 2. Á meðan döðlurnar draga í sig vatnið er súkkulaðið skorið í bita og sett í skál ásamt þurrefnunum

 3. Mixið döðlurnar og vatnið saman til dæmis með töfrasprota eða í blandara

 4. Setjið döðlumaukið í hrærivélarskál ásamt smjörinu og vanilludropunumum og þeytið þar til blandan kemur saman

 5. Blandið þurrefnunum saman við með sleif

 6. Mótið kúlur með höndunum og setjið á bökunarplötu og inní ofn í 15 mínútur á 180°C og blástur í ca 15 mínútur留言


bottom of page