- Elísabet Jónsdóttir
Hollur súkkulaðibúðingur úr avakadó
Ég er alltaf að reyna að finna sætindi sem eru ekki stútfull af sykri og gefa mér góða næringu. Vinkona mín stakk því uppá þessu sem lausn fyrir mig. Þessi avakadóbúðingur er frábær til að henda í ef maður á avakadó sem er á síðasta snúning eða er með sjúklega löngun í eitthvað sætt. Litla systir borðar ekki avakadó en hefur lagt blessun sína yfir búðinginn, hann er algjör snilld og finnst svo sannarlega ekki að hann sé hollur ;). Ég strái oft kakónibbum, kókos og ávöxtum s.s bláberjum yfir og borðaði þetta með chiagraut líka um daginn. Hann endist í svona 2 daga ca.
Hráefni
1 avakadó
2 bananar
2 msk kakó
3 döðlur
1/2 vanilludropar
Salt af hnífsoddi
Ef ekki eru til döðlur eða aðeins 1 banani má nota dass af hunangi í staðinn, mikilvægt að smakka það til.
Aðferð
Leggja skal döðlurnar í bleyti (soðið vatn ef þið viljið flýta ferlinu) í 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar
Takið döðlurnar úr vatninu og setjið allt saman í blandara
Smakkið til hvort þurfi meira kakó eða sætu
Gott er að setja búðinginn inní ísskáp og leyfa honum að stirðna en ekki nauðsynlegt.
