top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hunangsgljáður lax sem slær í gegn

Updated: Dec 6, 2023


Mikilvægt er að vera með þykka og góða bita svo þeir ofeldist ekki. Við skárum sporðinn og þunnildinn af til að vera með jafn stóra bita sem myndu eldast jafnt. Þunnildin og sporðinn skárum við niður og borðuðum með soya sósu og teryaki (sasimi). Það er mikilvægt að bitarnir séu ekki eldaðir of lengi, þá verða þeir þurrir og ekki eins góðir. Því er gott að nota hitamæli ef hann er til en annars fylgjast vel með og hafa fiskinn þá frekar styttra inní ofni, þar sem hann heldur einnig áfram að eldast eftir að hann er tekinn út.


Hráefni

 • 6 bitar af laxi (við skárum niður flak)

 • 6 msk hunang

 • 100 gr smjör

 • 3-4 hvítlauksrif

 • 1/3 ferskt chilli

 • 2 ferskar sítrónur

Aðferð

 1. Forhitið ofninn á 180°

 2. Byrjið á að kreista sítrónu í skál og kremjið hvítlauk útí.

 3. Fræhreinsið chilli og skerið smátt. Bætið síðan útí sítrónusafa úr einni sítrónu

 4. Mælið hunang í aðra skál og hafið allt tilbúið við hliðina á pönnunni og skerið hina sítrónuna í sneiðar.

 5. Hafið eldfast mót tilbúið til að setja bitana í eftir steikingu

 6. Setjið smjörið á pönnuna á háan hita. Hrærið þar til það hefur bráðnað og leyfið síðan að malla þar til það er orðið gullinbrúnt. Hrærið stöku sinnum á meðan.

 7. Hellið hunanginu útí þegar smjörið er tilbúið og því næst sítrónublöndunni. Hrærið saman og leyfið að malla í nokkrar mínútur.

 8. Setjið laxabitana á pönnuna. Setjið um það bil hálfa niðurskorna sítrónu á pönnuna með. Hafið bitana í stutta stund þar til gljái hefur myndast. Notist við skeið og setjið gljáa á bitana á meðan þeir eru að brúnast. Athugið að laxinn á ennþá að vera sjáanlega hrár á hliðunum þegar hann fer inní ofn.

 9. Færið bitana yfir í eldfasta mótið og hellið gljáanum af pönnunni yfir. Setjið inní ofn þar til laxinn hefur náð 50°. (Eða í svona 7-10 mín).

Comments


bottom of page