top of page
  • Elísabet Jónsdóttir

Jóla-mandarínu dulcitas

Updated: Nov 27, 2018

Þessi uppskrift varð til um daginn þar sem ég velti fyrir mér hvort hægt væri að gefa mínum uppáhalds Ekvadorsku smákökum smá jólatvist. Það er um að gera að prófa sig áfram og ég viðurkenni fúslega að deigið heppnast ekki alltaf hjá mér. Það þarf að vera þurrt án þess að það sé hveitibragð en má heldur ekki vera of blautt svo hægt sé að fletja það út. Þetta er því hárfín lína og gott er að setja ekki alla mjólkina  útí í einu. Ég smakka mig áfram og set stundum meira af t.d mandarínuberki ef mér finnst vanta. Hægt er að breyta hlutfallinu í ganachinu, sumum finnst þetta heldur dökkt en þannig finnst okkur þetta best.


Hráefni

Kökur

  • Smjör ½ bolli

  • Sykur ½ bolli

  • Egg 1 stk

  • Eggjarauða 1 stk

  • Maísmjöl 1 ½ bolli  

  • Hveiti 1 bolli

  • Vanilludropar 1 tsk

  • Mandarínubörkur af 1 ½ mandarínu rifinn

  • Mjólk ca 1 ½ dl

  • Ganache

  • Rjómi 1 dl

  • Súkkulaði 70% 70 g

  • Rjómasúkkulaði 55 g

Aðferð

1. Smjör og sykur hrært saman þar til kremað

2. Hrærið eggjarauðunni og egginu saman við

3. Bætið restinni af hráefnunum saman við með sleif  

4. Hnoðið degið síðan á bekknum þar til það er orðið þykkt

5. Degið er síðan flatt út í ca. 2mm þykkt og skerið kökur út með skotglösum

6. Afgöngunum er síðan hnoðað aftur saman og flatt aftur út

7. Bakið kökurnar á 200°c á blæstri í 10 mínútur

8. Kælið kökurnar og undirbúið fyllinguna á meðan

9. Hitið rjóman að suðu og hellið yfir niðuskornu súkkulaðinu. Látið standa í nokkrar mínútur og hrærið síðan þar til súkkulaðið er bráðið

10. Kælið blönduna niður og smyrjið síðan á köku og setjið aðra ofaná þannig að úr verður nokkurskonar samloka.



bottom of page