top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Jólaafgangasamloka úr hamborgarhrygg

Updated: Feb 20, 2020

Þessi samloka hefur verið hefð hjá mér og pabba á annan í jólum líklega í 10 ár, við sitjum þá í sófanum allan daginn og horfum á sjónvarpið og vantar okkur því einfaldan mat úr því sem til er. Þessi uppskrift hefur þróast yfir árin en hefur alltaf snúist um að nota jólaafgangana, þannig ef þið eigið aðra afganga gæti verið sniðugt að setja þá líka á samlokuna.


Hráefni

(Meðað við tvo)

 • Hamborgarhryggur 200g

 • Tómatsósa 3/4 dl

 • Púðursykur 1/2 dl

 • Hoisin eða sojasósa 1 msk

 • Cayane pipar eða annað sambærilegt 1 tsk

 • Sinnep 1 tsk

 • Hamborgarhryggsgljái (ef þið eigið) 1 msk

Meðlæti

 • Brauð, ég nota frosið baguette en það má nota hvaða brauð sem er

 • Rauðkál, helst heimagert

 • Gráðaostur

 • Ostur

 • Steiktur laukur

Aðferð

 1. Skerið hamborgarhrygginn í litla bita svo hann verði fljótari að hitna.

 2. Setjið tómatsósu, púðursykur, hoisin, cayane pipar, sinnep og hamborgarhryggsgljáa saman á pönnu og leyfið að malla í nokkrar mínútur eða þar til BBQ sósan hefur myndast

 3. Setjið því næst skinkubitana útí og látið BBQ umlykja hvern bita og leyfið að malla þar til þeir eru hitaðir í gegn

 4. Skerið því næst brauðið. (afþýðið ef það var frosið) Setjið fyrst lag af rauðkáli og ofaná það skinkuna í sósunni, ofaná það fer síðan ostur og annað góðgæti.

 5. Hitið samlokuna í samlokugrilli eða ofni í 5-10 mínútur og bætið steiktalauknum á þegar þið takið úr ofninumComments


bottom of page