top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Jólasúrdeigssmákökur Guðríðar

Updated: Jan 12, 2019

Jólin eru að koma og þá er tími fyrir smákökur. Ég hef hingað til ekki þorað langt út fyrir rammann enda standa hefðbundnu smákökurnar alltaf fyrir sínu. En núna á ég hana Guðríði súrdeigsmóðurina okkar og ég gat ekki annað en gert úr henni að minnsta kosti eina sort. Þessi uppskrift er byggð á kökum sem ég fékk oft hjá mömmu þegar ég var lítill og voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það eru 2 tegundir af súkkulaði í þessum kökum og eru þær því ekta kökur fyrir súkkulaðifíkla eins og mig. Uppskriftin dugar í ca 60 kökur.


Hráefni

  • Súr 80g

  • Kókosmjólk 200ml

  • Hveiti 270g

  • Sykur 20 g

  • Púðursykur 100g

  • Smjör við stofuhita 70g

  • Egg 1stk

  • Hlynsýróp 2 msk

  • Súkkulaði (70%) 100g

  • Lyftiduft ½ tsk

  • Matarsódi ¼ tsk

  • Salt af hnífsoddi

  • Karamellusúkkulaði fyllt 200g

Aðferð

1. Blandið saman súr, kókosmjólk og 90g hveiti og látið standa uppá bekk í 8klst

2. Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri þar til blandan verður létt og ljós og bætið síðan egginu útí

3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við

4. Blandið súrblöndunni saman við

5. Næst er matarsóda, lyftidufti og salti saman við

6. Búið til kökur með teskeið og skerið hvern bita af karamellusúkkulaði í 4 bita og setjið einn bita í hverja köku

7. Bakið við 180°c og blástur í 12 mínútur



bottom of page