top of page

    Kókostrufflur

    Writer: Baldur SverrissonBaldur Sverrisson

    Cajeta de coco.

    Ég fór um daginn á svokallaðan International dinner á vegum nemenda í skólanum sem ég er í. Þar elda nemendur frá ýmsum heimshornum mat frá sínu landi. Þetta kvöldið var matur frá Kosta Ríka og var þessi dýrindis eftirréttur. Ég fór þá beint heim og leitaði upp uppskriftir af þessu og ekki liðu margir dagar þar til ég gerði þetta aftur heima með þessum yndislega árangri. Ég hef reyndar verið beðinn um að elda mat frá Íslandi fyrir næsta svona dinner, sjáum til hvernig það gengur!


    Hráefni

    • Sæt niðursoðin mjólk 700g

    • Smjör 200g

    • Salt 1 tsk

    • Vanilludropar 1 tsk

    • Digestives kex 3-4 kex

    • Kókosmjöl 200g


    Aðferð


    1. Myljið kexið og setjið allt í pott nema helmingin af kókosnum og hitið að suðu. Hrærið allan tíman.

    2. Látið malla þar til allt er blandað saman.

    3. Takið af hitanum og látið kólna alveg.

    4. Þegar blandan er alveg kólnuð eru myndaðar úr henni kúlur og þeim er síðan velt uppúr afgangs kókos. Ef þið viljið bæta við auka bragði er hægt að þurrrista kókosinn og/eða nota kókosflögur til að velta uppúr





    Kommentarer


    • Facebook
    bottom of page