Ég pæli mikið í karamellukökum, sumir myndu segja of mikið. Fastagestir hér á síðunni taka líklega eftir því að þetta er önnur karamellukakan með stuttu millibili sem kemur hingað inn, en alls ekki síðasta. Þessi er þó ekki lík hinni á neinn annan hátt. Þetta er mjög bragðmikill kökubotn sem væri hægt að gera margt annað við t.d. setja á rjómaostakrem. Kremið býður líka uppá marga valmöguleika enda mjög ríkt. Ef þið hafið ekki tíma til að gera kremið er það næsta sem þið finnið líklega dulche de leche.
Hráefni
Kakan
Smjör 200g
Púðursykur 100g
Egg 3 stk
Börkur af einu lime
Kókosmjólk 1 dós
Hveiti 280g hveiti
Kókosmjöl 50g
Möndlumjöl 50g
Salt 1 tsk
Matarsódi 2 tsk
Lyftiduft 2 tsk
Kremið
Smjör 120g
Púðursykur 1 ½ bolli
Sykur 1 ½ bolli
Rjómi 1 bolli
Salt ½ tsk
Vanilludropar 1 tsk
Flórsykur 1 bolli
Aðferð
Kakan
Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós ca 5 mínutur og bætið síðan við eggjunum einu í einu og þeytið á milli
Rífið limebörkinn og setjið útí áfram kókosmjólkinni og þeytið í 1 mínútu eða þar til þetta er komið saman
Bætið þurrefnunum útí og blandið varlega saman við með sleikju
Skiptið deiginu í tvö form sem eru 24cm að þvermáli og setjið inní ofn í 35-40 mínútur á 180°c og blæstri
Kælið kökuna áður en kremið er sett á
Kremið
Á pönnu setjið þið helminginn af bæði smjörinu og rjómanum, saltinu, púðursykrinum og 1 bolla af sykrinum. Leyfið þessu að bráðna saman og síðan malla á miðlungs hita. Hrærið stöku sinnum
Á meðan þetta er í gangi takið þið aðra pönnu eða pott og setjið afganginn af sykrinum þar á og leyfið honum að bráðna og mynda sýróp yfir miðlungshita
Þegar sykurinn er bráðnaður hellið þið honum yfir á hina pönnuna og blandið saman við karamelluna og leyfið að malla í 30 sekúndur
Hellið karamellunni í í hrærivélaskál og byrjið að þeyta blönduna. eftir 1 mínútu setjið þið restina af rjómanum útí og síðan mínútu síðar restina af smjörinu og hrærið áfram í 5 mínútur
Skiptið næst út þeytaranum út k-ið og bætið flórsykrinum útí og hrærið áfram í 5 mínútur
Setjið kremið á kökuna
Comments