Mér hefur aldrei fundist kjúklingur merkilegur matur og þegar ég var yngri kvartaði ég alltaf yfir því þegar það var kjúklingur í matinn. Það fór þá sérstaklega í taugarnar á mér að það virtist vera það eina sem systir mín vildi borða. Það var þó einn kjúklingaréttur sem ég kvartaði aldrei yfir að væri í matinn og það er þessi réttur. Uppskriftin er upphaflega frá ömmu en mamma hefur breytt henni nógu mikið til að það sé rétt að eigna henni hana. Ég mæli með að bera kjúklingin fram með hrísgrjónum og þá nota vökvan úr fatinu til að hella yfir. Hann er sætur og safaríkur og einfaldur til að henda í þegar ekki gefst mikill tími til að elda.
Hráefni
BBQ sósa ca 300 ml
Apríkósur 1 dós
Sojasósa 1 dl
Kjúklingur t.d. einn heill, vængir og leggir eða læri
Aðferð
1. Skerið niður apríkósurnar og blandið saman við sojasósu og BBQ
2. Setjið kjúklingin í fat og marireringuna ofaná og passið að ná vel yfir og undir
3. Bakið í ofni á 180°c í 45 mínútur
Comments