top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Kjúklingur með malt&appelsín og síder

Updated: Feb 11, 2019

Að stinga bjórdós með kjúklingnum hefur verið vinsælt seinustu ár og hefur mér alltaf langað til að prófa að gera svoleiðis. Hins vegar er ég ekki mikill bjórmaður og ákvað því að prófa að nota mína uppáhalds drykki.Ég gerði tvo kjúklinga, annan með síder og hinn með Malt&Appelsín og þeir voru báðir snilld. Það var munur á bragðinu en við áttum samt erfitt með að velja hvor okkur fannst betri, þó að ég held að það væri betra að nota þurrari síder ef það væri boðið uppá það í ríkinu. Þetta er frekar einföld og ódýr leið til að búa til veislumáltíð sem má til dæmis bera fram með fyllingu. Kjúklingurinn varð dásamlega safaríkur, meira að segja bringurnar sem virðast einhvernvegin alltaf vera þurrar.


Hráefni fyrir 1 kjúkling

  • Púðursykur 2 msk

  • Eplaedik 1 msk

  • Ólívuolía 1 msk

  • Sojasósa ½ msk

  • Cayanepipar ½ tsk

  • Basilika ½ msk

  • Timían ½ tsk

  • Túrmerik ¼ tsk

  • Lime safi úr hálfum ávöxt

  • Kjúklingur 1 heill

  • Dós af t.d. Malt&appelsín eða síder 1 stk

Aðferð

  1. Blandið kryddunum saman í skál og setjið kjúklinginn útí og makið hann uppúr kryddunum. Marinerið í lágmark 4 klst en helst 24klst

  2. Opnið dósina og hellið (drekkið) ca helmingnum úr. Stingið dósinni uppí opið á Kjúklingnum og látið hann standa t.d. Á ofnplötu eða í kjúklingapotti í ofni á 200°c í 80-90 mínútur.

  3. Takið dósina út og berið kjúklingin fram t.d. Með fyllingu og sætkartöflumús




Comments


bottom of page