top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Ofureinföld bleikja í teryakisósu

Updated: Dec 6, 2023

Fyrir þessa uppskrift þarf aðeins þrjú hráefni að frátaldri olíunni á pönnuna. Hún er því hentug þegar mann langar í eitthvað gott en nennir ekki að hafa mikið fyrir matnum. Með henni gerði ég sætar kartöflur í ofni með papriku og lauk og hvítlaukssósu úr oatly sýrðum rjóma. Hvítlaukssósan er þó algjört smekksatriði þar sem teryaki sósan á bleikjunni gefur mikið og gott bragð.


Hráefni


Bleikjubitar (ég miða við 1 á mann og svo 1-2 auka bita)

Teryaki sósa

Sesamfræ


Aðferð


  1. Hitið pönnuna með olíu á miðlungshita og setjið bitana á, roð hliðina niður, þegar pannan er orðin heit.

  2. Þegar bitarnir eru eldaðir um það bil hálfa leið í gegn hellið þá teryaki sósunni yfir og snúið svo bitunum á hina hliðina

  3. Stráið sesamfræjunum yfir þegar bitarnir eru eldaðir í gegn og njótið.




コメント


bottom of page