top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Pavlóva með nýtýndum berjum

Það lang besta við haustið eru öll fersku berin bæði uppí fjalli og útí garði og hvernig er betra að njóta þeirra en með rjóma og marengs. 'Ég notaði bláber og hinber því bláber eru í fjöllunum allt í kring og það vaxa hinber í garðinum hjá mömmu. Ef þið hafið aðgang að öðrum ferskum berjum mæli ég með að nota þau.


Hráefni

  • Hindber 100-150g

  • Bláber 100-150g

  • Eggjahvítur 5 stk

  • Sykur 250g

  • Eplasídersedik 2 tsk

  • Salt 1 tsk


Aðferð

  1. Setjið bláber og hinber í sitthvorn pottinn og hitið á meðalhita þar til berin eru orðin að mauki

  2. Þeytið eggjahvíturnar í annari skál og bætið sykrinum smátt og smátt saman við þar til marengsinn verður það þykkur að hann hann lekur ekki ef skálinni er snúið við. Þá bætið þið eplasídersedikinu ásamt salti saman við og þeytið í smá stund

  3. Takið matskeið og myndið 10 litlar pavlóvur

  4. Skiptið berja maukinu jafnt á pavlóvurnar og notið tanstöngul til að blanda því lauslega saman við

  5. Bakið við 150°C í 2 klst og látið svo standa í ofninum meðan hann kólnar í 30 mínútur

  6. Það getur verið gott að setja á pavlóvuna kvöldið áður en hún er borin fram. Í þessu tilfelli mæli ég með ferskum berjum og rjóma með vanillu



Comments


bottom of page