Hvað kallar maður blondie-brownie á góðri íslensku, jú auðvitað rauðkur. Verð samt að gefa Fríðu Kristínu systur Elísabetar credit fyrir þetta nafn. Þessi uppskrift er hugmynd sem ég fékk þegar ég var spurður hvort mig langaði að gera eitthvað til að hafa með á Þjóðhátíð og bjóða uppá í hvíta tjaldinu sem við höfðum aðgang að. Það þurfti þá að vera eitthvað sem var nógu spennandi til að einhver nennti að smakka og líka þurfti þetta að vera mjúkt alla helgina. Þar kemur karamellan sterkt inn. Hlutföllin á milli blondie og brownie eru ekki heilög og má breyta þeim eftir smekk. Þessi uppskrift er með örlítið meira af brownie því það er það sem hefur gefist betur samkvæmt minni reynslu.
Hráefni
Fyrir brownie
Smjör, brætt 1 ½ bolli
Sykur 2 bollar
Púðursykur 1 bolli
Egg 5stk
Vanilluduft 2 tsk
Kakóduft 1 ¼ bolli
Hveiti 1 ¼ bolli
Salt ½ tsk
Á milli
Dulche de leche ca. 10 msk
Fyrir Blondie
Smjör,brætt 2/3 bolli
Púðursykur 2 bollar
Egg 2 stk
Vanilluduft 2tsk
Hveiti 2 bollar
Lyftiduft 1tsk
Salt 1tsk
Aðferð
Hrærið saman brædda smjörinu og sykrinum
Blandið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli
Blandið vanillunni útí ásamt hveiti, salti, kakódufti og lyftidufti
Setjið í vel smurt 25x37 form og inní frysti í lágmark 30 min
Á meðan brownie lagið er að stífna undirbúum við blondie lagið
Hrærið saman brædda smjörinu og sykrinum
Blandið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli
Blandið vanilludufti saman við ásamt hveiti, lyftidufti og salti
Takið brownie lagið út úr frystinum og dreifið þunnu lagi af karamellunni yfir og síðan blondie laginu
Setjið inní ofn á blæstri og 180° gráður í ca 90 min eða þar til rauðkurnar eru bakaðar í gegn
Comentarios