top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Glúten og laktósafrí Sítrónuostakaka

Updated: Mar 31, 2020

Þegar mikið er af fólki með sérþarfir í kringum mann er gott að eiga uppskriftir sem henta fleiri en einum hóp sérþarfa. Ostakaka er líka í miklu uppáhaldi hjá mörgum í kringum mig og slær þessi því alltaf í gegn. Sæt en samt vegur sítrónubragðið svo vel uppá móti. Þessi uppskrift er upphaflega af uppskriftasíðunni Taste, en ég hef þó breytt henni og aðlagað að okkar þörfum


Hráefni

Botn

 • Glútenlaust kex 200g

 • Smjörlíki 125g

Kaka

 • Oatley smurostur (blá dolla) 3 dollur

 • Sykur ½ bolli

 • Börkur af einni sítrónu

 • Egg 2 stk

Sítrónukrem

 • Safi úr einni sítrónu

 • Börkur af einni sítrónu

 • Egg 2 stk

 • Sykur ½ bolli

 • Smjörlíki 40g

Aðferð

 1. Bræðið smjörlíkið og myljið kexið, blandið því síðan saman og setjið í vel smurt form með smjörpappír í botninum. Látið kexið ná upp með hliðunum svo það muni umlykja tilbúna kökuna. Síðan er þetta kælt í ísskáp í lágmark hálftíma

 2. Hrærið saman hinum hráefnunum og setjið síðan í formið og inní ofn á 160°á blæstri eða 180° yfir og undir hita í 30 mínútur. Kakan er síðan geymd inní ofni í 2 klst á meðan hann kólnar með rifu á hurðinni og síðan er hún kæld í ísskáp í minnst 2 klst

 3. Þegar bera á kökuna fram eru öll hráefnin í kremið sett saman í pott og hrært í með písk svo eggin blandist saman við. Þetta er síðan hitað vægum hita í 5-10 mínútur eða þar til þetta blandast saman og þykknar. Sigtið og kælið áður en þið hellið yfir kökuna. Kakan er síðan geymd í ísskáp þar til hún er borin framGott að bera fram með rjóma frá Örnubottom of page