Þegar mikið er af fólki með sérþarfir í kringum mann er gott að eiga uppskriftir sem henta fleiri en einum hóp sérþarfa. Ostakaka er líka í miklu uppáhaldi hjá mörgum í kringum mig og slær þessi því alltaf í gegn. Sæt en samt vegur sítrónubragðið svo vel uppá móti. Þessi uppskrift er upphaflega af uppskriftasíðunni Taste, en ég hef þó breytt henni og aðlagað að okkar þörfum
Hráefni
Botn
Glútenlaust kex 200g
Smjörlíki 125g
Kaka
Oatley smurostur (blá dolla) 3 dollur
Sykur ½ bolli
Börkur af einni sítrónu
Egg 2 stk
Sítrónukrem
Safi úr einni sítrónu
Börkur af einni sítrónu
Egg 2 stk
Sykur ½ bolli
Smjörlíki 40g
Aðferð
Bræðið smjörlíkið og myljið kexið, blandið því síðan saman og setjið í vel smurt form með smjörpappír í botninum. Látið kexið ná upp með hliðunum svo það muni umlykja tilbúna kökuna. Síðan er þetta kælt í ísskáp í lágmark hálftíma
Hrærið saman hinum hráefnunum og setjið síðan í formið og inní ofn á 160°á blæstri eða 180° yfir og undir hita í 30 mínútur. Kakan er síðan geymd inní ofni í 2 klst á meðan hann kólnar með rifu á hurðinni og síðan er hún kæld í ísskáp í minnst 2 klst
Þegar bera á kökuna fram eru öll hráefnin í kremið sett saman í pott og hrært í með písk svo eggin blandist saman við. Þetta er síðan hitað vægum hita í 5-10 mínútur eða þar til þetta blandast saman og þykknar. Sigtið og kælið áður en þið hellið yfir kökuna. Kakan er síðan geymd í ísskáp þar til hún er borin fram
Gott að bera fram með rjóma frá Örnu

Comments