Ég gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir með beyglur áður en ég datt niður á hina réttu uppskrift. Mér finnst þessar algert æði og fæ mér gjarnan eina í hádeiginu, og þá helst með tómötum, mozzarella og basiliku. Mér finnst mikilvægt að setja eitthvað ofaná beyglurnar áður en þær fara inní ofn og þar kemur sjávarsalt mjög sterkt inni, hvort heldur eitt og sér eða með fræum eða kryddi.
Hráefni
Spriklandi súr 250g
Vatn 350g
Próteinríkt hveiti 650g
Hlynsýróp 25g
Hunang 15g
Salt 15g
Fyrir suðu
Vatn 4L
Púðursykur 50g
Matarsódi 2 tsk
Aðferð
Blandið saman súr, vatni og helmingnum af hveitinu og látið standa í 40 mínútur.
Blandið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið á miðlungshraða í hrærivél í 10 mínútur.
Látið hefast uppá bekk í 3 klst.
Skiptið í 12-15 jafna hluta og mótið kúlur úr hverjum hluta.
Mótið beyglur með að stinga puttunum inní miðjuna og snúa þeim í andstæðar áttir þar til beygla hefur myndast.
Setjið á bökunplötu og inní ísskáp yfir nótt.
Takið stóran pott og sjóðið saman vatn, sykur og matarsóda.
Sjóðið beyglurnar í 30 sek á hvorri hlið og látið þær síðan þorna.
Setjið t.d. fræ, salt eða krydd ofaná beyglurnar og síðan inní ofn við 180°C og blástur í 20 mínútur

コメント