Baldur Sverrisson
Súrdeigsbollur: Með tómötum, basil og mozarella
Updated: Nov 27, 2018
Ég byggði þessa uppskrift á vinsælu bruschettunum með sömu bragðtegundunum, Ég skipti þó tómötunum út fyrir sólþurrkaða tómata til að ná fram betra bragði. Upphaflega ætlaði ég að nota þessar bollur sem meðlæti með t.d. súpum og pottréttum en svo vildi Elísabet prófa að nota þetta í samloku. Það kom svo vel út að núna tel ég þetta jafngott í bæði. Ég geymi bollurnar í frysti of tek upp og hita í ofni í 25-30 mínútur áður en ég ber þetta fram. Uppskriftin er fyrir 16 stórar bollur eða smábrauð.
Hráefni
Hveiti 250 g
Heilhveiti 100 g
Rúgmjöl 50 g
Salt 3g
Súrdeigsgrunnur 160 ml
Vatn 200 ml
Olía af sólþurrkuðum tómötum 30 ml
Basilika (fersk) 1 búnt
Mozarella perlur ½ - 1 dolla eftir smekk
Aðferð
1. Blandið öllum hráefnunum í skál nema basilikuna og mozarellaostinn
2. Hnoðið annaðhvort með höndunum eða í hrærivél þar til degið stenst rúðuprófið
3. Látið degið þá hefast í 4 klst
4. Serið niður ostinn og basilkuna í stærð eftir smekk5.
5. Skiptið deginu í 16 jafna hluta og hnoðið basilikunni og ostinum saman við hverja fyrir sig og mótið bollur
6. Látið bollurnar hefast í 40 mínútur á bökunarplötu
7. Bakið í 30-35 mínútur
