top of page

Súrdeigsbrauð með eplum, kanil og döðlum

Updated: Jun 30, 2019

Þetta er líklega besta brauðuppskriftin sem ég hef búið til og ótrúlegt en satt þá heppnaðist hún í fyrstu tilraun. Þetta brauð er ekki sætt, þannig það má borða það eins og venjulegt brauð, þetta er ekki sætabrauð. Ég borða það alltaf bara með smjöri og þá líka ristað. Brauðið er ekki fyrir byrjendur, ég mæli allavega með að prófa eitthvað annað súrdeigsbrauð fyrst. Það geymist best í frysti og geymist þar lengi. Eins og ég sagði er þetta brauð mikil vinna en þar er algerlega þess virði.


Hráefni

 • Lifandi súr 160g

 • Rúgmjöl 50g

 • Hveiti 150g

 • Heilhveiti 200g

 • Vatn 230ml

 • Salt 5g

 • Græn epli 2

 • Vatn 40 g

 • Safi úr ½ lime

 • Kanill 2 tsk

 • Döðlur 70 g

 • Haframjöl 100g

Aðferð

1. Hnoðið saman súr, rúgmjöli, hveiti, heilhveiti, vatni og salti

2. Hnoðið fyrst í hrærivél þar til degið fer að myndast og svo á bekknum þar til það stenst rúðuprófið

3. Látið degið hefast í 4 klst

4. Á meðan deigið hefast græjum við eplafyllinguna

5. Flysjið og skerið eplið niður og setjið í pott með vatninu og lime-inu, sjóðið þar til eplið verður nógu mjúkt til að hægt sé að mauka það

6. Takið af hitanum og bætið kanil og döðlum sem búið er að skera smátt

7. Þegar blandan hefur kólnað hrærið þið haframjöli útí

8. Næst er deigið mótað í kassa með höndunum og epllafyllingin sett þar ofaná. Því næst lokað og hnoðað saman við þar til það hefur blandast við

9. Mótið brauð og látið hefast í 4klst eða yfir nótt

10. Bakið á 240°c og blæstri í 45 mínútum fyrst í 25 mínútur í potti með lokið á og svo í 20 mínútur með engu loki

11. Látið brauðið standa þar til það hefur kólnað, lágmark 4 klstComments


bottom of page