top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigshvítlauksbrauð

Ég er alger sökker fyrir hvítlauksbrauði og hef miklar skoðanir á því hvernig það á að

vera, þannig það er best fyrir mig að gera mitt eigið. Ég geri hvítlauksbrauðið oftast

þegar ég er er að gera pizzu og þá er það oft sem fljótlegur forréttur á meðan beðið

er eftir pizzunni. Olíuna nota ég síðan ofaná á pizzuna og hún geymist einnig lengi

þannig það er allt í lagi að gera mikið af henni og nýtist hún þá í og með allskonar

mat og verður bara betri með tímanum.


Hráefni

Botn

 • Súrdeigsgrunnur 50 g

 • Hveiti 180 g

 • Heilhveiti 70 g

 • Vatn 175 ml

 • Salt 2 g

Ofaná

 • Olía 30 ml

 • Hvítlaukur 2 rif

 • Chili 1/3 af meðalstórum pipar

 • Salt 1 tsk

 • Rifinn ostur eftir smekk

Aðferð

Hvítlauksolía

1. Saxið chillið og laukinn og bætið útí olíuna ásamt salti

2. Látið standa til að bragðið nái að taka sig

Botn

1. Gefið súrnum að borða 7-10 klst fyrir notkun

2. Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í ca 15 mínútur í hrærivél

3. Geymið inní ísskáp í 2-4 daga

4. Fletjið út og setjið olíu og ost ofaná eftir smekk

5. Bakið í 220° heitum ofni í 15-20 mínúturComentarios


bottom of page