top of page

    Súrdeigsskyrskonsur

    Writer's picture: Baldur SverrissonBaldur Sverrisson

    Updated: Jun 30, 2019

    Ég hef verið að reyna að skipta súr inn fyrir öll önnur lyftiefni eins og í þessu tilfelli þar sem vanalega er notað lyftiduft og/eða matarsóda. Þetta er það sem ég elska við súrdeig, allar áskoranirnar. Þessar skyrskonsur eru útgáfa af tebollum sem innihalda skyr, en það er einmitt það í blandi við súrinn sem gerir þessar tebollur sérstakar. Þær eru þó alls ekki súrar, það er nægur sykur í þeim til að koma í veg fyrir það. Ég nota laktósafrítt skyr en það er auðvitað undir hverjum og einum komið hvaða skyr þeim finnst best.


    Hráefni

    • Vanilluskyr frá Örnu 1 dolla

    • Súr 150g

    • Heilhveiti 50 g

    • Smjör 200g

    • Púðursykur 100g

    • Sykur 90g

    • Egg 3stk

    • Kókosmjöl 75g

    • Hveiti 300g

    • Salt 1tsk

    • Súkkulaði 150g


    Aðferð

    1. Blandið saman skyri, súr og heilhveiti og látið standa í 8klst

    2. Blandið saman smjöri og öllum sykrinum í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós

    3. Bætið við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli

    4. Blandið súrblöndunni saman við

    5. Skerið niður súkkulaðið og blandið því saman við ásamt kókosmjöli, hveiti og salti

    6. Setjið á á ofnplötu ca. 1 matskeið hver tebolla

    7. Bakið í 180° ofni á blæstri í 35 mínútur, mæli með að hafa 2 plötur inní ofni og skipta rótera þeim ef efri hæðin verður of dökk.



    コメント


    • Facebook
    bottom of page