- Elísabet Jónsdóttir
Sykurlausar bananasmákökur
Updated: Mar 26, 2020
Það er fátt jafn klassískt að henda þroskuðum bönunum í deig í stað sykurs. Þessar urðu til einfaldlega vegna þess að ég átti ekki lyftiduft og gat því ekki gert bananabrauð. Þær eru fljótlegar og hægt er að bæta útí grunnuppskriftina allskyns öðru bragðbætandi eins og hnetusmjöri (sem ég mæli eindregið með), það sakar líka ekki að smákökurnar eru vegan.
Hráefni
Grunnuppskrift
2 þroskaðir bananar
1 bolli (2,5 dL) haframjöl
1/2 bolli hveiti eða heilhveiti
1,5 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1/2 dL jurtamjólk
Til að bæta útí:
1) 1 tsk kanill
1 dL rúsínur
2) 1 msk hnetusmjör
3) 6-8 döðlur, saxaðar
Aðferð
Stappið banana og hrærið síðan restinni af hráefnunum saman við.
Stillið ofninn á 180°c og blástur
Deigið á að vera pínu klístrað en samt þykkt. Bætið jurtamjólk eftir þörfum. Mótið krónulaga smákökur á bökunarpappír. Kökurnar lyfta sér ekki svo fletjið þær út með fingrunum svo þær séu ekki of þykkar.
Bakið þar til gullin brúnar eða í um það bil 10-15 mínútur
