top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Vinsælustu Brownie í heimi

Updated: Oct 16, 2019

Þessi uppskrift er líklega það vinsælasta sem ég hef nokkurntíman gert, ég hef gefið svo mörgum uppskriftina að það tekur því varla að setja hana hér inn. Þetta er ekki einu sinni mín eigin uppskrift, ég hef hana úr gömlu Gestgjafablaði. Þetta var þó ekki einhver forsíðuuppskrift eða sigurvegari í einhverri keppni, þetta var kynning á nýjum sykri sem Dan Sukker var þá að koma með í verslanir. Þessi sykur heitir Muskovado sykur og það fyndna er að hann er ekki einu sinni nauðsynlegur til að brúnkurnar verði eins góðar og raun ber vitni þó það hjálpi vissulega til. Ef þið eigið sykurinn ekki til verður samt að nota púðursykur í staðinn til að halda bragðinu.

Hráefni

  • Smjör 200 g

  • Suðusúkkulaði 225 g

  • Egg 3

  • Muskovado sykur 225g

  • Hveiti 80g

  • Lyftiduft 1 tsk

  • Mjólkur-/Rjómasúkkulaði 200g


Aðferð

  1. Bræðið smjörið og suðusúkkulaðið saman

  2. Þeytið saman eggjunum og sykrinum þar til blanda verður létt og ljós, ca 7 mínútur.

  3. Blandið súkkulaði blöndunni útí eggja- sykurblönduna ásamt þurrefnunum og niðurskornu rjómasúkkulaðinu

  4. Setjið í from ca 20x30 cm og inní 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur





Comments


bottom of page