Um Okkur

Velkomin á síðuna okkar

Við heitum Baldur og Elísabet og erum búsett á Akureyri. Við vitum fátt betra en að borða góðan mat, þar sem Elísabet leggur mikla áheyrslu á hollan og næringarríkan mat og Baldur jafnar það út með sætindum. Þessi síða er með samantekt af öllum okkar tilraunum saman. Sumar þeirra tilrauna hafa runnið vel niður hjá vinum og fjölskyldum á meðan aðrar hafa verið geymdar uppá bekk þangað til að það er ekki lengur ókurteisi að henda þeim. Gott er að taka það fram að það eru einungis fyrrnefndu uppskriftirnar  sem rata inná þessa síðu.

Það er líka þriðji meðlimurinn í þessu teymi sem á eftir að nefna, það er hún Guðríður, Guðríður er þó enginn venjulegur meðlimur heldur er hún súrdeigsmóðirinn okkar en hún er þegar þetta er skrifað orðin átta mánaða og hefur hún gengið í gegnum ófáar tilraunir með okkur sem betur fer hafa flestar heppnast. 

  • Facebook