top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

"Pulled lamb" með mangó chutney BBQ

Ég elska lambakjöt, það fer ekki framhjá neinum sem þekkir mig. Mér finnst pulled pork líka mjög gott þannig það var augljóst að ég myndi á einhverjum tímapunkti samtvinna þetta. Lambakjötið virkar alveg eins og svínið en bragðið er öðruvísi og þess vegna er ekki hægt að skipta bara beint út lambi fyrir svín í uppskriftum, það verður að bera virðingu fyrir hráefninu og kemur mangó chutney þar sterkt inn.


Hráefni

  • Lambaframpartur 2,5-4 kg

  • Olía 2 tsk

  • Salt 3 tsk

  • Púðursykur 3 msk

  • Paprikuduft 2 tsk

  • Timían 1 tsk

  • Allrahanda 2 tsk

  • Laukur 3 stk

Sósan

  • Mango chutney 1 dl

  • Púðursykur 1 dl

  • Sojasósa 2msk

  • Tómatsósa 1 dl

  • Paprikuduft 1 tsk

  • Chili 1/2 pipar

  • Eplasídersedik 1/2 dl

Aðferð

  1. Berið olíu á lambið, blandið kryddunum saman og nuddið vandlega á lambið

  2. Skerið laukinn í tvennt og leggið í botninn á potti og leggið lambið ofaná

  3. Eldið kjötið með loki á í 120°C gráðum heitum ofni í 7 klst eða 140°C í 4-5 klst

  4. Græið sósuna með að setja allt saman í pott og sjóða þar til hún þykknar örlítið, takið chillíið úr þegar sósan er orðin nógu sterk fyrir ykkar smekk

  5. Takið kjötið úr pottinum og rífið það niður ásamt lauknum, setjið aftur í pottinn ásamt BBQ sósunni og 1 dl af vökvanum sem eftir verður í botninum á pottinum

Berið fram t.d. á samloku, í vefju eða eitt og sér.



Comentários


bottom of page