- Elísabet Jónsdóttir
Ferskt og sumarlegt rækjusalat
Updated: Feb 25, 2021
Af einhverjum ástæðum hef ég alltaf tengt rækjusalat við sumarið. Ég hef hins vegar aldrei tengt við hin hefðbundnu majónessalöt og hef því verið að vinna í uppskrift af aðeins ferskara rækjusalati. Að sjálfsögðu þurfti að vera karrý í því til að fá þennan fallega sólarlit (og svosem fyrir gott bragð) og því næst finnst mér laukurinn gera mikið fyrir salatið. Það er best að gera salatið kvöldið áður svo karrýið blandist vel við. Gott er að nefna að ég nota mjög milt karrý sem kallast sweet curry powder og er frá Pensey's. Það er hvítlaukslaust til að mynda fyrir þá sem þola hvítlauk illa. Það er því gott að prófa sig áfram með það karrý sem notast á við svo það verði ekki of sterkt karrý bragð.
Hráefni
400 gr Rækjur
2 stk Vorlaukur
1 dolla Sýrður rjómi
1- 2 tsk Karrý, milt
1/2 tsk Dijon sinnep
1/2 stk Chilli pipar (setjið heilan ef þið viljið sterkt salat)
1-2 tsk majónes ef vill
Smakka til með lime, salt og pipar
Aðferð
Skerið smátt niður lauk og chilli
Passið að rækjurnar séu alveg afþýddar áður en þær eru settar úti til að salatið verði ekki of þunnt
Blandið öllu saman og smakkið til
