Það er best að gera salatið kvöldið áður svo karrýið blandist vel við. Gott er að nefna að ég nota mjög milt karrý. Það er því gott að prófa sig áfram með það karrý sem notast á við svo það verði ekki of sterkt karrý bragð.
Hráefni
400 gr Rækjur
2 stk Vorlaukur
1 dolla Sýrður rjómi
1- 2 tsk Karrý, milt
1/2 tsk Dijon sinnep
1/2 stk Chilli pipar (setjið heilan ef þið viljið sterkt salat)
1-2 tsk majónes ef vill
Smakka til með lime, salt og pipar
Aðferð
Skerið smátt niður lauk og chilli
Passið að rækjurnar séu alveg afþýddar áður en þær eru settar úti til að salatið verði ekki of þunnt
Blandið öllu saman og smakkið til

Comments