Snittur eru mikilvægar í öllum betri boðum og þessar eru mikilvægar í öllum boðum. Áleggin ganga vel á öll góð brauð og paprikan og rauðlaukurinn gerir þetta ennþá betra. Það er líka gott trikk að skera hvítlauk í tvennt og nuddið á brauðið til að bæta bragðið.
Hráefni
Nauta ribeye 300g
Brauð 10-15 brauðsneiðar - Mæli með að nota gott súrdeigsbrauð til dæmis súrdeigs paprikubrauð
Pikkluð paprika 1 paprika - getur verið heimagerð
Pipar rjómaostur ca 1/2 dolla
Pikklaður rauðlaukur ca 1/2 laukur
Aðferð
Eldið steikina - við settum hana í sous vide og kláruðum á pönnu - saltið og piprið og leyfið að kólna
Skerið hverja brauðsneið í tvennt og penslið með ólífuolíu og setjið inní ofn á 200°c og blástur í 10-15 mínútur, snúið brauðunum við þegar tíminn er hálfnaður
Leyfið brauðinu að kólna og smyrjið svo með rjómaosti og raðið áleggjunum á.
Comments