top of page
 • Elísabet Jónsdóttir

Frábær fylling fyrir matarboðið

Updated: Jan 14, 2019

Við gerðum tilraun í október þar sem við prófuðum okkur áfram með svona “hátíðarmáltíð”. Einn af réttunum sem við gerðum var fylling sem nota má bæði til að setja í kalkún eða kjúkling en við settum þó aðeins í eldfast mót þar sem við vorum að prófa annað með kjúklinginn, en sú uppskrift kemur síðar. Brauðið og beikonið varð stökkt við að fara beint í ofninn, sem mér þykir betra. Fyllingin er frábær og vakti mikla lukku.Gott getur verið að notast við gamalt brauð sem er byrjað að þorna, við notuðum súrdeigsbrauð sem Baldur gerði en notast má við það sem hverjum þykir best.


Hráefni

 • 300 gr beikonkurl

 • 1 sellerístöng

 • 4 skallottulaukar

 • ½ paprika

 • 2 bollar niðurskorið brauð

 • ½ mexíkóostur

 • 1 hvítlauksgeiri

 • 2 egg

Aðferð

 1. Steikið beikonkurlið á pönnu ásamt lauknum í ca 4 mínútur

 2. Bætið selleríinu og paprikunni útí og steikið áfram í aðrar 4

 3. Rífið niður ostinn og blandið saman við það sem er á pönnunni og setjið restina af hráefnunum útí

 4. Hellið öllu af pönnunni í eldfast mót og setjið inní ofn við 180°C í 20 mínúturbottom of page