top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Fyllt kjúklingalæri

Updated: Mar 4, 2021

Þetta er réttur sem ég bjó eiginlega bara til óvart um daginn þegar ég vildi æfa mig í að úrbeina kjúklingalæri. Það er vissulega hægt að gera þessa uppskrift með keyptum úrbeinuðum kjúklingalærum en þá vantar skinnið ofaná sem mér finnst skipta máli. Fyrir þá sem ekki vita hvað pikklaðar paprikur eru þá eru þær oft kallaðar paprikusalat eða annað slíkt útí búð.



Hráefni

  • Kjúklingalæri 10 stk

  • Piparostarúlla 1 stk

  • Rjómaostur 5 msk

  • Brokkólí 1 meðalhaus

  • Blaðlaukur 1/2 laukur

  • Pikklaðar paprikur 100g

Ofaná rúllurnar

  • Smjör

  • Bezt á kjúklinginn krydd

Aðferð

  1. Úrbeinið kjúklingalærin ef þið eruð ekki með úrbeinuð

  2. Skerið framan af brokkólínu, skerið niður blaðlaukinn og blandið saman við paprikur, rjómaost og piparost

  3. Dreifið þunnu lagi af fyllingunni á hvert kjúklingalæri og rúllið þeim síðan upp

  4. Bræðið smjör og setjið kjúklingakrydd útí það og penslið lærin með því

  5. Bakið lærin við 200°C í 35 mínútur, ef þið eruð með læri með skinni setjið þá á blástur síðustu 15 mínúturnar til að gera skinnið stökkt.



bottom of page